Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Íþróttadeild Vísis skrifar 9. september 2024 20:51 Andri Lucas átti erfitt uppdráttar. Ahmad Mora/Getty Images Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira