Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 22:00 Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi. Mynd úr safni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“ Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“
Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira