Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:33 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitli á sínum tíma með KR vísir/andri marinó Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar. Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar.
Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn