Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 14:48 Friðrik segir það gríðarleg vonbrigði að þurfa að segja öllu starfsfólki upp. Hann vonar að stuðningur og styrkir við fyrirtæki verði endurskoðuð. Aðsend og Vísir/Vilhelm Öllu starfsfólki hótelsins Northern Light Inn var sagt upp síðustu mánaðamót eða alls 25 manns. Friðrik Einarsson eigandi hótelsins kallar eftir því að rekstrarstyrkir stjórnvalda til fyrirtækja í Grindavík verði endurskoðaðir. Hann geti aðeins greitt laun með því að hafa hótelið lokað. Á meðan það er lokað verði bókunarstaða áfram léleg. Hótelið hefur verið nánast alveg lokað frá því í nóvember í fyrra. Friðrik segir það mikil vonbrigði að þurfa ítrekað að senda fólk heim þegar hann gæti vel nýtt það á hótelinu. Bókunarstaðan sé þannig að hann geti ekki greitt laun. Hann hafi því þegið launastyrk frá stjórnvöldum en hafi ekki getað nýtt starfsfólkið á meðan. Friðrik fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Hann segir eina aðalforsendu þess að opna Grindavík á ný sé að viðhalda öflugu atvinnulífi. Það hafi tekist illa með skilyrtum rekstrarstuðningi frá ríkinu. Fyrirtækin hafi getað viðhaldið ráðningarsambandi en þó aðeins með þeim skilyrðum að fólk mætti ekki til vinnu. „Við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtækið í Grindavík. Við höfum reynt að hafa opið eins mikið og við getum en þrátt fyrir allar tilraunir og þrátt fyrir að við sjáum jákvæð merki nú um fjölgun bókanna vorum við nauðbeygð að segja upp öllu okkar frábæra starfsfólki um síðustu mánaðamót,“ segir Friðrik í grein sinni. Sjá einnig: Snúum leiknum í ávinning fyrir alla Hann segir að í fullum rekstri hafi fyrirtækið verið með 44 kennitölur á skrá. „Hluti þeirra var hlutastarfsfólk en þau duttu öll út í nóvember. Við héldum bara fasta starfsfólkinu en einhverjir hættu svo í sumar. Þegar fólk hefur hætt höfum við ekki ráðið neinn í staðinn. Í ágúst voru samanlagt 25 starfsmenn sem var svo öllum sagt upp um mánaðamótin. Við erum nauðbeygð til að segja þeim upp og það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði,“ segir Friðrik í samtali við fréttastofu. Enn hægt að afstýra uppsögnum Hann telur að þetta hefði þó ekki þurft að ganga svona langt og að það sé mögulega enn hægt að afstýra þessu með því að gefa fyrirtækjum kost á að til dæmis þiggja stuðning en geta haft fólk í vinnu til að viðhalda verðmætasköpun. Hann segir að fyrir fyrirtæki í Grindavík hafi tvenns konar stuðningur verið í boði. Annar styrkurinn hafi verið launastuðningur þar sem fyrirtæki gátu sótt styrk til ríkisins og fengið styrk til að greiða laun fólks allt að 630 þúsund krónum. Skilyrði var að tilkynna hvort að fólk væri að mæta til vinnu. „Styrkurinn var eingöngu í boði ef starfsmaðurinn var heima. En þegar maður er að reka hótel þá þarf það að vera opið,“ segir Friðrik en allt frá því í nóvember hefur það verið mikið lokað. „Þegar atburðirnir hefjast í nóvember lokuðum við en fengum svo grænt ljós á að opna í 11. janúar. Það gýs svo 14. janúar og 8. febrúar og 16. mars. Þá er meira og minna búið að vera lokað allan veturinn og bókunarstaðan í apríl og maí svo léleg,“ segir Friðrik og að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að hafa áfram lokað. Hótelið opnaði svo aftur 22. maí þegar bókunarstaðan var orðin betri á ný. Hefðu getað bókað meira með fólkið í vinnu „Ef við hefðum mátt nota fólkið á meðan við værum að þiggja styrkinn hefðum við getað bókað meira inn á hótelið í sumar og inn í haustið. Ég er með launakostnað upp á 22 milljónir en sá fram á að tekjur fyrir apríl yrði besta falli átta milljónir. Hvati styrkjanna var ekki til að styðja við atvinnulífið.“ Hann segir bókunarstöðuna ágæta út næstu mánuði og það verði hægt að greiða laun út uppsagnartímann. „En maður rekur ekki hótel til lengdar með því að hafa fólkið heima. Ég get ekki verið í eldhúsinu, svarað tölvupóstum og þrifið herbergin og haldið öllu gangandi. Það er það sem ég er að gagnrýna,“ segir Friðrik. Hann segist kalla eftir betri lausnum frá yfirvöldum fyrir fyrirtækin í Grindavík. Ef það sé vilji til að byggja aftur upp atvinnulífið í bænum verði að nálgast það með öðrum hætti. Dýrara fyrir ríkið „Ég tel að þetta sé líka miklu dýrara fyrir ríkið,“ segir hann og að hann myndi til dæmis vilja sjá styrki sem væru tekjutengdir. Gangi sem dæmi vel hjá honum í október þá fái hann ekki eins háan styrk. „Af hverju er verið að dæla pening til mín. Ég hef sagt við stjórnmálamenn og nefndina sem er að störfum að ég þurfi ekki allan þennan pening. Ég þarf bara að hafa fólk í vinnu.“ Hann segist vel treysta sér til að tapa pening í vetur ef hann myndi vita að yfirvöld ætli að aðstoða hann við að keyra reksturinn aftur upp. Hann geti ekki gert það einn. Hann geti þá minnkað reksturinn, fækkað herbergjum í leigu og jafnvel dregið einhverjar uppsagnir til baka. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Öllu starfsfólki kollagenvinnslu í Grindavík sagt upp Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Í janúargosinu opnaðist stór sprunga á lóð fyrirtækisins en húsnæðið hafði verið óstarfhæft alveg síðan 10. nóvember. 18. ágúst 2024 13:30 Skoða að breyta Hópinu í safn Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. 8. september 2024 19:25 Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. 5. september 2024 20:20 Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. 8. september 2024 12:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Hótelið hefur verið nánast alveg lokað frá því í nóvember í fyrra. Friðrik segir það mikil vonbrigði að þurfa ítrekað að senda fólk heim þegar hann gæti vel nýtt það á hótelinu. Bókunarstaðan sé þannig að hann geti ekki greitt laun. Hann hafi því þegið launastyrk frá stjórnvöldum en hafi ekki getað nýtt starfsfólkið á meðan. Friðrik fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Hann segir eina aðalforsendu þess að opna Grindavík á ný sé að viðhalda öflugu atvinnulífi. Það hafi tekist illa með skilyrtum rekstrarstuðningi frá ríkinu. Fyrirtækin hafi getað viðhaldið ráðningarsambandi en þó aðeins með þeim skilyrðum að fólk mætti ekki til vinnu. „Við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtækið í Grindavík. Við höfum reynt að hafa opið eins mikið og við getum en þrátt fyrir allar tilraunir og þrátt fyrir að við sjáum jákvæð merki nú um fjölgun bókanna vorum við nauðbeygð að segja upp öllu okkar frábæra starfsfólki um síðustu mánaðamót,“ segir Friðrik í grein sinni. Sjá einnig: Snúum leiknum í ávinning fyrir alla Hann segir að í fullum rekstri hafi fyrirtækið verið með 44 kennitölur á skrá. „Hluti þeirra var hlutastarfsfólk en þau duttu öll út í nóvember. Við héldum bara fasta starfsfólkinu en einhverjir hættu svo í sumar. Þegar fólk hefur hætt höfum við ekki ráðið neinn í staðinn. Í ágúst voru samanlagt 25 starfsmenn sem var svo öllum sagt upp um mánaðamótin. Við erum nauðbeygð til að segja þeim upp og það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði,“ segir Friðrik í samtali við fréttastofu. Enn hægt að afstýra uppsögnum Hann telur að þetta hefði þó ekki þurft að ganga svona langt og að það sé mögulega enn hægt að afstýra þessu með því að gefa fyrirtækjum kost á að til dæmis þiggja stuðning en geta haft fólk í vinnu til að viðhalda verðmætasköpun. Hann segir að fyrir fyrirtæki í Grindavík hafi tvenns konar stuðningur verið í boði. Annar styrkurinn hafi verið launastuðningur þar sem fyrirtæki gátu sótt styrk til ríkisins og fengið styrk til að greiða laun fólks allt að 630 þúsund krónum. Skilyrði var að tilkynna hvort að fólk væri að mæta til vinnu. „Styrkurinn var eingöngu í boði ef starfsmaðurinn var heima. En þegar maður er að reka hótel þá þarf það að vera opið,“ segir Friðrik en allt frá því í nóvember hefur það verið mikið lokað. „Þegar atburðirnir hefjast í nóvember lokuðum við en fengum svo grænt ljós á að opna í 11. janúar. Það gýs svo 14. janúar og 8. febrúar og 16. mars. Þá er meira og minna búið að vera lokað allan veturinn og bókunarstaðan í apríl og maí svo léleg,“ segir Friðrik og að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að hafa áfram lokað. Hótelið opnaði svo aftur 22. maí þegar bókunarstaðan var orðin betri á ný. Hefðu getað bókað meira með fólkið í vinnu „Ef við hefðum mátt nota fólkið á meðan við værum að þiggja styrkinn hefðum við getað bókað meira inn á hótelið í sumar og inn í haustið. Ég er með launakostnað upp á 22 milljónir en sá fram á að tekjur fyrir apríl yrði besta falli átta milljónir. Hvati styrkjanna var ekki til að styðja við atvinnulífið.“ Hann segir bókunarstöðuna ágæta út næstu mánuði og það verði hægt að greiða laun út uppsagnartímann. „En maður rekur ekki hótel til lengdar með því að hafa fólkið heima. Ég get ekki verið í eldhúsinu, svarað tölvupóstum og þrifið herbergin og haldið öllu gangandi. Það er það sem ég er að gagnrýna,“ segir Friðrik. Hann segist kalla eftir betri lausnum frá yfirvöldum fyrir fyrirtækin í Grindavík. Ef það sé vilji til að byggja aftur upp atvinnulífið í bænum verði að nálgast það með öðrum hætti. Dýrara fyrir ríkið „Ég tel að þetta sé líka miklu dýrara fyrir ríkið,“ segir hann og að hann myndi til dæmis vilja sjá styrki sem væru tekjutengdir. Gangi sem dæmi vel hjá honum í október þá fái hann ekki eins háan styrk. „Af hverju er verið að dæla pening til mín. Ég hef sagt við stjórnmálamenn og nefndina sem er að störfum að ég þurfi ekki allan þennan pening. Ég þarf bara að hafa fólk í vinnu.“ Hann segist vel treysta sér til að tapa pening í vetur ef hann myndi vita að yfirvöld ætli að aðstoða hann við að keyra reksturinn aftur upp. Hann geti ekki gert það einn. Hann geti þá minnkað reksturinn, fækkað herbergjum í leigu og jafnvel dregið einhverjar uppsagnir til baka.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Öllu starfsfólki kollagenvinnslu í Grindavík sagt upp Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Í janúargosinu opnaðist stór sprunga á lóð fyrirtækisins en húsnæðið hafði verið óstarfhæft alveg síðan 10. nóvember. 18. ágúst 2024 13:30 Skoða að breyta Hópinu í safn Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. 8. september 2024 19:25 Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. 5. september 2024 20:20 Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. 8. september 2024 12:35 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Öllu starfsfólki kollagenvinnslu í Grindavík sagt upp Öllu starfsfólki Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum. Í janúargosinu opnaðist stór sprunga á lóð fyrirtækisins en húsnæðið hafði verið óstarfhæft alveg síðan 10. nóvember. 18. ágúst 2024 13:30
Skoða að breyta Hópinu í safn Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. 8. september 2024 19:25
Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. 5. september 2024 20:20
Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. 8. september 2024 12:35