Íslenski boltinn

Skandall og ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Bestu deildinni í sumar
Frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Bestu deildinni í sumar Vísir/Pawel

Björg­vin Karl Gunnars­son, þjálfari kvenna­liðs FHL í fót­bolta, segir það ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvenna­boltanum er sam­mála og segir það al­gjöran skan­dal að það séu að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Björg­vin Karl, þjálfari FHL og Óskar Smári Haralds­son, þjálfari Fram, voru gestir í ný­kasta þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport á laugar­daginn síðast­liðinn. Báðir stýrðu þeir liðum sínum upp úr Lengju­deildinni og mæta því til leiks í Bestu deild kvenna á næsta tíma­bili.

Mergur málsins. Rót um­ræðnanna sem sköpuðust í Bestu mörkunum, sem eru í um­sjón Helenu Ólafs­dóttur og Mistar Ei­ríks­dóttur, felst í mis­ræminu í fjölda liða í Bestu deildum karla og kvenna. Á meðan að tólf lið skipa Bestu deild karla eru að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Helena spurði þá Björgvin og Óskar Smára að því hvort þeir væru hlynntir því að liðum yrði fjölgað í Bestu deild kvenna.

„Ég er búinn að vera tals­maður þess mjög lengi,“ svaraði Björg­vin Karl. „Það er ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að það skuli ekki vera sama fyrir­komu­lag karla og kvenna megin. Það hefur verið ein­hver hópur, á vegum KSÍ hrein­lega, sem vill frekar fækka liðum og á sama tíma búa til sterkari lið.

Ég vil fjölga liðunum í Bestu deild kvenna, þannig að það sé jafn­rétti í Bestu deildinni. Því það er alveg ömur­legt að sjá dæmi um lið sem þarf að leika í neðri hluta deildarinnar, eftir skiptinguna í kjöl­far hinnar hefð­bundnu deildar­keppni, og fær að­eins þrjá leiki. Fjölgum í deildinni sem fyrst. Helst á morgun.

Óskar Smári, þjálfari Fram, tók undir með kollega sínum.

„Að það séu tíu lið í þessari deild er bara al­gjör skandall. Það eiga að vera tólf lið í þessari deild. Við eigum að fá fleiri leiki. Við værum betri í fót­bolta á lands­vísu með því að vera með tólf lið í deildinni.“

Um­ræðuna, sem myndaðist um fjölgun liða í Bestu deild kvenna, í Bestu mörkunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: „Bara algjör skandall“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×