Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson hlustar á írska þjóðsönginn á meðan aðstoðarmaður hans John O'Shea tekur vel undir. Getty/Stephen McCarthy Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira