Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 07:31 Elena Congost er hér komin í mark ásamt aðstoðarmanni sínum en hún var síðan dæmd úr leik vegna atviks sem gerðist aðeins nokkrum sekúndum áður. Getty/Andy Lyons Kringumstæðurnar gerast varla grátlegri en þær hjá hinni spænsku Elenu Congost á lokadegi Ólympíumóts fatlaðra í gær. Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Sjá meira
Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Sjá meira