Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 12:35 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira