Tilbúinn að kaupa Boehly út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:46 Todd Boehly og Reece James, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Images Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira