Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:01 Fyrirliðinn Rasmus Falk í leik með FCK á þessari leiktíð. Craig Foy/Getty Images Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira