„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:51 Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sjaldséð mistök hafi kostað hans lið í dag. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira