„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:38 Anita Lind í baráttunni. Vísir/Diego Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild. „Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
„Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann