„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 11:02 Heimir Hallgrímsson stýrir Írlandi í fyrsta sinn síðar í dag. Stephen McCarthy/Getty Images Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira