„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 11:02 Heimir Hallgrímsson stýrir Írlandi í fyrsta sinn síðar í dag. Stephen McCarthy/Getty Images Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira