Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 21:56 Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Haukanna í kvöld en hann kom til liðsins frá KA í sumar. @haukar_handbolti Haukar unnu 27-26 sigur á Afturelding í fyrstu umferð Olís deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira