Það er ómögulegur andskoti að læra íslensku! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 5. september 2024 11:31 Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar