Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Íslenski boltinn Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport Fleiri fréttir Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Tiger í enn eina bakaðgerðina Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Þórður tekur við starfi Margrétar Dusty enn á toppnum eftir tvær umferðir Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Íslenski boltinn Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport Fleiri fréttir Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Tiger í enn eina bakaðgerðina Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Þórður tekur við starfi Margrétar Dusty enn á toppnum eftir tvær umferðir Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Sjá meira