Viðskipti innlent

Frá Við­skipta­ráði til BBA//Fjeldco

Árni Sæberg skrifar
Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco.
Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. BBA//Fjeldco

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Agla Eir starfaði áður sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Agla Eir hafi víðtæka þekkingu á fyrirtækjalögfræði, einkum á sviðum stjórnarhátta og sjálfbærniregluverks, auk þess sem hún hafi stýrt meðal annars útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti og setið í samráðshópi útgefenda leiðbeininga stjórnarhátta í Evrópu og á Norðurlöndunum. Þá hafi Agla Eir haldið utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem framkvæmdastjóri, en hún sitji nú í stjórn dómsins.

Agla Eir sé lögfræðingur frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og hafi útskrifast nýverið með LL.M. gráðu frá Columbia Law School í Bandaríkjunum. Í námi sínu við Columbia hafi hún lagt sérstaka áherslu á félagarétt, stjórnarhætti og sjálfbærniregluverk. Þá hafi hún einnig setið í stjórn gerðardómssamtaka háskólans, Columbia Arbitration Association.

„Með sívaxandi kröfum á fyrirtæki á sviði sjálfbærni, hefur eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf að sama skapi aukist. Með ráðningu Öglu styrkir BBA//Fjeldco teymið þekkingu sína á þessu sviði og getu til þess að veita viðskiptavinum stofunnar enn heildstæðari ráðgjöf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×