Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:02 Sindri Karl Sigurjónsson getur hlaupið frítt í Hjartadagshlaupinu sem haldið er árlega. UMSB/Hjartadagshlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira