Við myndafærsluna skrifaði Aníta fallega kveðju til síns heittelskaða.
„Maðurinn minn með stóra hjartað. Takk fyrir að opna allt upp á gátt, byggja með mér heim, þar sem allt er hvellpósitívt og glitrandi. Hjá þér er jörðin og róin sem og hitinn og forvitnin. Til hamingju með stóra daginn þinn ástin mín,” skrifar Aníta.
Aníta og Hafþór eiga saman von á stúlku í nóvember næstkomandi. Fyrir á Aníta eina stúlku með þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus
Aníta og Hafþór hafa undanfarið unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Nokkur aldursmunur er á parinu eða um tólf ár. Aníta er fædd árið 1982 og Hafþór 1994.
Nýverið festi parið kaup á sinni fyrstu eign saman, fallega rishæð við Bárugötu í Reykjavík.
Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga. Hún flutti heim til Íslands árið 2020 eftir farsælan feril erlendis og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist. Má þar nefna kvikmyndina Skjálfta, Villibráð og Svari við Bréfi Helgu.