„Betra að segja sem minnst“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:51 Tufa var afar svekktur í leikslok. Vísir/Pawel Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið. „Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira