Bergrós þarf að eiga svakalegan sunnudag ætli hún á pall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:30 Bergrós Björnsdóttir hefur áður átt frábæran lokadag og nú þarf hún að endurtaka leikinn. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er í sjötta sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikum unglinga í CrossFit en mótið fer fram um helgina í Bandaríkjunum. Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti. CrossFit Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti.
CrossFit Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira