„1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða“ Einar Kárason skrifar 31. ágúst 2024 19:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld. „Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira