Fyrirliðinn Glódís Perla var á sínum stað í hjarta varnarinnar stýrði liði sínu af miklu öryggi líkt og undanfarin misseri. Það var hins vegar hægri bakvörður Bayern, hin sænska Linda Sembrant, sem stal senunni með því að skora bæði mörkin í dag.
Það fyrra skoraði hún á 22. mínútu eftir undirbúning miðvarðarins Carolin Simon og það síðara eftir sendingu vinstri bakvarðarins Giulia Gwinn. Það má því með sanni segja að varnarlína Bayern hafi unnið leik dagsins.
𝐃𝐀𝐍𝐊𝐄 für eure überragende Unterstützung in Potsdam, liebe #FCBayern-Fans! ❤️🤍#PDMFCB #FCBFrauen #MiaSanMia pic.twitter.com/YwWVatHyWi
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) August 30, 2024
Yfirburðir Bayern voru gríðarlegir en liðið var 74 prósent með boltann, átti 18 skot og fékk tólf hornspyrnur. Á öðrum degi hefðu mörkin auðveldlega geta verið fleiri en það kom ekki að sök.
Lokatölur 2-0 Bayern í vil og meistararnir til alls líklegir í ár.