Líkt og greint var frá fyrr í dag er ljóst hverjum Víkingar mæta í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Fimm mótherjar voru komnir upp úr hattinum þegar komið var að síðasta leik Víkinga og lá fyrir að það yrði útileikur.
Úr varð eitt dýrasta ferðalag sem bauðst af mögulegum mótherjum; FC Noah frá Armeníu. Með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson.
Það var ekki mikla gleði að sjá á andlitum þeirra Kára og Guðjóns og ljóst að vænn hluti þess hálfa milljarðs sem Víkingar fá fyrir þátttökuna í keppninni mun fara í að ferja leikmenn og starfslið alla leið til Yerevan og þaðan til bæjarins Armavir.
Víkingar drógust hins vegar gegn einu tveimur liðunum í pottinum sem Kári Árnason hefur leikið fyrir. Djurgården frá Svíþjóð kemur til Íslands og þá fer Víkingur til Nicosia í Kýpur að heimsækja Omonoia en Kári skoraði tvö mörk í þeim átta leikjum sem hann spilaði fyrir kýpverska liðið árið 2017.
Ekki er ljóst í hvaða röð leikir Víkinga fara fram en leikjaniðurröðunin verður gefin út á morgun.
Mótherjar Víkings:
- LASK (Úti) – Linz, Austurríki
- Djurgården (Heima)
- Omonoia (Úti) – Nicosia, Kýpur
- Cercle Brugge (Heima)
- Borac (Heima)
- Noah (Úti) – Armavir, Armenía
Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.