Talsverð úrkomuákefð: Varað við skriðuföllum víða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 14:49 Arnarstapi á snæfellsnesi. Úrkomuský safnast upp yfir snæfellsnesi núna og er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu í kvöld og fram yfir helgi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikil bleyta hefur safnast í jarðvegi á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi í sumar og er svæðið því mjög viðkvæmt fyrir komandi úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir vestanvert landið í kvöld. Veðurstofa Íslands varar því við aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á fyrrnefndum svæðum eftir því sem líður á helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Talsverð úrkomuákefð Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu fyrir morgundaginn og laugardag en gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu. „Lægð kemur að landinu vestanverðu seint í kvöld, fimmtudaginn 29. ágúst, sem ber með sér talsverða úrkomuákefð á Vesturlandi. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu eða vætu þegar lægðin og lægðardragið fer yfir,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir samfelldri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi fram á laugardag þegar annað úrkomuskot kemur að landinu sunnanverðu af álíka mikilli ákefð. Úrkomumikið sumar ekki farið fram hjá neinum „Því verður nær samfelld úrkoma á Vesturlandi og Suðurlandi fram yfir helgi,“ segir í tilkynningunni og er gert ráð fyrir tæplega 140 mm uppsafnaðri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum en 155 mm á Snæfellsnesi. „Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að þetta sumar hefur rignt mikið og má segja að það hafi einkennst af vætu í nær öllum landshlutum. Í byrjun júlí var mikið vatnsveður á Vesturlandi, og svipar þessari spá mikið til veðursins sem var þá. Síðustu daga og vikur hefur verið væta á þeim svæðum sem nefnd hafa verið, sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi. Nú er því meiri bleyta til staðar í jarðvegi á þessum svæðum en var í byrjun júlí.“ Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar því við aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á fyrrnefndum svæðum eftir því sem líður á helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Talsverð úrkomuákefð Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu fyrir morgundaginn og laugardag en gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu. „Lægð kemur að landinu vestanverðu seint í kvöld, fimmtudaginn 29. ágúst, sem ber með sér talsverða úrkomuákefð á Vesturlandi. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu eða vætu þegar lægðin og lægðardragið fer yfir,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir samfelldri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi fram á laugardag þegar annað úrkomuskot kemur að landinu sunnanverðu af álíka mikilli ákefð. Úrkomumikið sumar ekki farið fram hjá neinum „Því verður nær samfelld úrkoma á Vesturlandi og Suðurlandi fram yfir helgi,“ segir í tilkynningunni og er gert ráð fyrir tæplega 140 mm uppsafnaðri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum en 155 mm á Snæfellsnesi. „Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að þetta sumar hefur rignt mikið og má segja að það hafi einkennst af vætu í nær öllum landshlutum. Í byrjun júlí var mikið vatnsveður á Vesturlandi, og svipar þessari spá mikið til veðursins sem var þá. Síðustu daga og vikur hefur verið væta á þeim svæðum sem nefnd hafa verið, sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi. Nú er því meiri bleyta til staðar í jarðvegi á þessum svæðum en var í byrjun júlí.“
Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Sjá meira