Talsverð úrkomuákefð: Varað við skriðuföllum víða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 14:49 Arnarstapi á snæfellsnesi. Úrkomuský safnast upp yfir snæfellsnesi núna og er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu í kvöld og fram yfir helgi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikil bleyta hefur safnast í jarðvegi á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi í sumar og er svæðið því mjög viðkvæmt fyrir komandi úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir vestanvert landið í kvöld. Veðurstofa Íslands varar því við aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á fyrrnefndum svæðum eftir því sem líður á helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Talsverð úrkomuákefð Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu fyrir morgundaginn og laugardag en gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu. „Lægð kemur að landinu vestanverðu seint í kvöld, fimmtudaginn 29. ágúst, sem ber með sér talsverða úrkomuákefð á Vesturlandi. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu eða vætu þegar lægðin og lægðardragið fer yfir,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir samfelldri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi fram á laugardag þegar annað úrkomuskot kemur að landinu sunnanverðu af álíka mikilli ákefð. Úrkomumikið sumar ekki farið fram hjá neinum „Því verður nær samfelld úrkoma á Vesturlandi og Suðurlandi fram yfir helgi,“ segir í tilkynningunni og er gert ráð fyrir tæplega 140 mm uppsafnaðri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum en 155 mm á Snæfellsnesi. „Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að þetta sumar hefur rignt mikið og má segja að það hafi einkennst af vætu í nær öllum landshlutum. Í byrjun júlí var mikið vatnsveður á Vesturlandi, og svipar þessari spá mikið til veðursins sem var þá. Síðustu daga og vikur hefur verið væta á þeim svæðum sem nefnd hafa verið, sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi. Nú er því meiri bleyta til staðar í jarðvegi á þessum svæðum en var í byrjun júlí.“ Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar því við aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á fyrrnefndum svæðum eftir því sem líður á helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Talsverð úrkomuákefð Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu fyrir morgundaginn og laugardag en gert er ráð fyrir töluverðri úrkomu. „Lægð kemur að landinu vestanverðu seint í kvöld, fimmtudaginn 29. ágúst, sem ber með sér talsverða úrkomuákefð á Vesturlandi. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu eða vætu þegar lægðin og lægðardragið fer yfir,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir samfelldri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi fram á laugardag þegar annað úrkomuskot kemur að landinu sunnanverðu af álíka mikilli ákefð. Úrkomumikið sumar ekki farið fram hjá neinum „Því verður nær samfelld úrkoma á Vesturlandi og Suðurlandi fram yfir helgi,“ segir í tilkynningunni og er gert ráð fyrir tæplega 140 mm uppsafnaðri úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum en 155 mm á Snæfellsnesi. „Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að þetta sumar hefur rignt mikið og má segja að það hafi einkennst af vætu í nær öllum landshlutum. Í byrjun júlí var mikið vatnsveður á Vesturlandi, og svipar þessari spá mikið til veðursins sem var þá. Síðustu daga og vikur hefur verið væta á þeim svæðum sem nefnd hafa verið, sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi. Nú er því meiri bleyta til staðar í jarðvegi á þessum svæðum en var í byrjun júlí.“
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira