Vikið úr stjórn fjallaleiðsögumanna eftir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 12:52 Ís hrundi úr vegg vatnsrásar í Breiðamerkurjökli þar sem ferðaþjónustufyrirtæki var með 23 manna hóp ferðamanna á sunnudag. Einn lést og annar slasaðist. Vísir/Vilhelm Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu. Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira