Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 23:00 Townsend hefur spilað alls 291 leik í ensku úrvalsdeildinni en er í dag staddur í Tyrklandi. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti