Skoðun

Viljum við börn í fangelsi?

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Í reglugerð um afplánun sakhæfra barna nr. 533/2015 segir að börn skuli afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi nema það sé barninu fyrir bestu að mati fagaðila. Og það er mat allra fagaðila að barni sé ekki fyrir bestu að vera vistað í fangelsi. 

Samkvæmt sömu reglugerð ber að vista börn hjá Stuðlum eða í opnu úrræði. Þrátt fyrir þetta er barn vistað í öryggisfangelsinu að Hólmsheiði þessa dagana. 

Það er skoðun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, að þetta sé óásættanlegt og spurningar vakna um það hvort umboðsmaður barna og barnaverndaryfirvöld hafi verið höfð með í ráðum þegar samþykkt var að úrskurða barnið í gæsluvarðhald og einangrun í öryggisfangelsi.

Höfundur er formaður Afstöðu. 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×