Rannsaka skipstjóra lystisnekkjunnar sem sökk Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2024 09:12 Kafarar flytja lík eins þeirra sem fórst með snekkjunni í land á Sikiley. AP/Alberto Lo Bianco/La Presse Ítalskir saksóknarar rannsaka nú skipstjóra lystisnekkjunnar Bayesian sem sökk undan ströndum Sikileyjar fyrr í þessum mánuði. Hann er grunaður um manndráp og að valda sjóslysi. Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Sjö manns fórust þegar snekkjan sökk með 22 manns um borð í vonskuveðri rétt utan við höfnina Porticello á Sikiley, þar á meðal breski tæknimógúllinn Mike Lynch og átján ára gömul dóttir hans. Lögmaður James Cutfield, nýsjálensks skipstjóra snekkjunnar, segir við Reuters-fréttastofuna að hann sé til rannsóknar og gefi skýrslu um slysið í dag. Rannsókn af þessu tagi þýðir ekki endilega að skipstjórinn verði ákærður. Saksóknarar hafa sagt að rannsókn slyssins eigi eftir að taka sinn tíma. Hún veltur einnig á því að flak snekkjunnar náist af hafsbotni á um fimmtíu metra dýpi. Ambrogio Cartosio, saksóknarinn sem fer með málið, sagði um helgina að hann teldi líklegt að lögbrot hefðu verið framin, þar á meðal manndráp. Snekkjan sökk á örfáum mínútum eftir að veðrið dundi á snemma að morgni 19. ágúst. Fimmtán manns komust lífs af, þar á meðal eins árs gömul stúlka. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24. ágúst 2024 14:07
Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. 22. ágúst 2024 16:16