Hittu mjög viðkvæman stað á vítaskyttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Raul Florucz fann vel fyrir þessu og klikkaði síðan á vítaspyrnunni þegar hann tók hana eftir langt hlé. Skjámynd Lið Olimpija Ljubljana og NK Maribor, erkifjendur slóvenska fótboltans, mættust um helgina og þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna óláta áhorfenda. Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024 Slóvenía Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024
Slóvenía Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira