Ólafía og Thomas birtu hjartnæmt myndskeið frá stóra deginum umvafin fjölskyldu og vinum.
„Takk til ykkar allra sem áttuð þátt í að gera daginn okkur einstakan. Við erum ótrúlega lánsöm að vera umvafin svona yndislegu fólki. Brúðkaup er eitt af þeim fáu viðburðum í lífinu þar sem fólkið sem þú elskar kemur saman á einum stað. Það var súrrealískt að allir hafi náð að koma saman á Íslandi. Takk Takk Takk,“ skrifa nýgiftu hjónin við myndskeiðið.
Að athöfn lokinni var haldið í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi.
Ólafía og Thomas eiga saman tvo drengi þá Maron Atla sem er fæddur 2021 og Alexander Noel sem fæddist í febrúar á þessu ári.
Ólafía, sem er einn fremsti kylfingur sem Íslendingar hafa átt, tilkynnti sumarið 2022 að hún væri hætt í atvinnumennsku í golfi og að hún ætlaði sér að takast á við ný ævintýri.