Anton Sveinn ætlar heldur betur að vera gjafmildur og gefa hluti frá sér sem aðeins Ólympíufararnir í ár hafa í fórum sínum.
Fjórðu Ólympíuleikarnir
Anton Sveinn er nýkominn heim frá París þar sem hann tók þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum. Anton varð fimmtándi í 200 metra bringusundi sem var besti árangur Íslendings á leikunum í ár en hann deildi því hnossi með sundkonunni Snæfríði Sól Jórunnardóttur.

Anton tók einnig þátt í Ólympíuleikunum í London 2012, í Ríó 2016 og í Tókýó 2021.
Vill hvetja næstu kynslóð áfram
Anton Sveinn var að keppa í síðasta sinn á Ólympíuleikum. Anton vill nú hvetja næstu kynslóðina áfram. Hann vill sjá unga íþróttafólkið á Íslandi vera tilbúið að leggja mikið á sig til að fá að upplifa það, líkt og hann, að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum.
Eins og aðrir keppendur á leikunum þá fékk Anton gefins sérstakan Ólympíusíma.
Þetta er Samsung Galaxy Z Flip6 snjallsími sem er stórglæsilegur sími sérhannaður fyrir Ólympíuleikana. Nú er möguleiki að eignast símann sem Anton fékk í París.

Tveir gjafaleikir
Anton kynnti ÓL gjafaleik á samfélagsmiðlinum Tik Tok.
„Í tilefni þess að Ólympíuleikarnir voru að klárast þá ætla ég að vera með tvo gjafaleiki,“ skrifaði Anton en hann ætlar að draga í kvöld þannig að nú verða áhugasamir að hafa fljótar hendur.
Það má síðan finna meira um þetta með því að smella hér.