Treyja Babe Ruth orðin langdýrasti íþróttasafngripur sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 23:01 Treyja Babe Ruth seldist á rúmlega 3,3 milljarða króna. AP Photo/LM Otero Treyjan sem hafnaboltagoðsögnin Babe Ruth lék í er New York Yankees tryggði sér sigurinn í úrslitum MLB-deildarinnar í hafnabolta árið 1932 er orðin dýrasti íþróttasafngripur sögunnar. Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri. Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri.
Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira