Treyja Babe Ruth orðin langdýrasti íþróttasafngripur sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 23:01 Treyja Babe Ruth seldist á rúmlega 3,3 milljarða króna. AP Photo/LM Otero Treyjan sem hafnaboltagoðsögnin Babe Ruth lék í er New York Yankees tryggði sér sigurinn í úrslitum MLB-deildarinnar í hafnabolta árið 1932 er orðin dýrasti íþróttasafngripur sögunnar. Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri. Hafnabolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri.
Hafnabolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira