Fótbolti

Christoph Daum látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christoph Daum fagnar Þýskalandsmeistaratitlinum með Stuttgart 1992.
Christoph Daum fagnar Þýskalandsmeistaratitlinum með Stuttgart 1992. getty/Bongarts

Einn fremsti fótboltaþjálfari Þýskalands á sínum tíma, Christoph Daum, lést í gær, sjötíu ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein.

Daum gerði Stuttgart að Þýskalandsmeisturum 1992 en Eyjólfur Sverrisson lék þá með liðinu. Hann vann einnig titla í Tyrklandi og Austurríki á ferlinum.

Eftir að hafa stýrt Bayer Leverkusen til silfurverðlauna þrisvar sinnum á fjórum árum átti Daum að taka við þýska landsliðinu eftir EM 2000. Ekkert varð hins vegar af því vegna eiturlyfjaneyslu hans.

Auk Stuttgart og Leverkusen stýrði Daum Köln og Frankfurt í heimalandinu. Hann gerði Besiktas og Fenerbache að tyrkneskum meisturum og Austria Wien að austurrískum meisturum. 

Hann þjálfaði einnig Club Brugge í Belgíu og síðasta starf hans var með rúmenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×