„Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Júlíana Dögg og Agnar fluttu nýverið til Lundar í Svíþjóð. Aðsend/Júlíana Dögg „Við tölum mikið saman um það hvernig okkur líður og erum dugleg að gera hluti saman,“ segir Júlíana Dögg Ö. Chipa, meistaranemi í afbrotafræði og áhrifavaldur, í viðtali við Makamál. Júlíana Dögg og kærastinn hennar Agnar Ingi Rúnarsson voru aðeins þrettán ára gömul þegar ástarblossar kviknuðu á milli þeirra. Unglingaástin varði stutt og segist Júlíana vera viss um að honum hafi þótt hún pirrandi á sínum tíma. Aðsend/Júlíana Dögg Árið 2022 lágu leiðir þeirra saman á ný þegar þau hittust fyrir tilviljun á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. „Ég var svo hissa að hann nennti að tala við mig. Eftir það byrjuðum við svo að hittast. Honum fannst ég víst ekki lengur svona pirrandi! Þannig það má segja að þetta hafi verið frekar löng fæðing en hafðist sem betur fer á endanum,“ segir Júlíana og hlær. Parið flutti nýverið til Lundar í Svíþjóð þar sem Júlíana er í mastersnámi í afbrotafræði og Agnar er málarasveinn í málarameistaranámi. Júlíana situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Aðsend/Júlíana Dögg Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Við erum búin að vera saman í tæplega tvö ár. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Agnar sendi fyrsta skilaboðið og bauð mér á deit, ætli hann fái ekki þann heiður. Fyrsti kossinn ykkar? Fyrsti kossinn var á Samfés ballinu árið 2014, mjög rómantískur unglingasleikur. Hvernig var fyrsta stefnumótið? Fórum á ísrúnt en fengum okkur ekki ís. Hvorugt okkar langaði neitt sérstaklega í ís, vildum bara hittast. Við keyrðum út um allt og spjölluðum. Aðsend/Júlíana Dögg Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Það er mjög mikil vinátta í sambandinu okkar sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég elska að búa með besta vini mínum og takast á við allar heimsins áskoranir með honum. Við höfum mjög svipuð gildi og skoðanir og erum helstu stuðningsmenn hvors annars. Svo erum við bæði algjörir trúðar þannig það er mikil gleði og fíflalæti þegar við erum í gír. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Að fara út hótel úti á landi, borða góðan mat, fara í spa og nudd og horfa á þætti. Svo finnst okkur báðum mjög næs að vera bara heima að slaka á og kúra yfir þáttum saman. Það er fátt betra en gott kósýkvöld. Gott heimakósýstefnumót er ein besta gerðin af stefnumóti. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Ég horfi ekki mikið á myndir en ég held ég segi Mamma mia. Lagið ykkar: Still chose you með The Kid LAROI. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Við erum bæði íþróttafólk. Okkur finnst báðum mjög gaman að ferðast, fara á snjóbretti, hlusta á tónlist og horfa á þætti. Annars er ég búin að vera að reyna að æfa mig í golfi til þess að deila því áhugamáli með Agnari en það gengur alls ekki eins í sögu ef ég á að segja eins og er. Aðsend/Júlíana Dögg Hvort ykkar eldar meira? Það var alltaf ég en eftir að við fluttum til Svíþjóðar höfum við eiginlega alltaf eldað kvöldmatinn saman. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við höfum bara átt eitt sambandsafmæli. Við héldum upp á það og munum líka halda upp á öll sem eftir eru. Eruði rómantísk? Já ég myndi alveg segja það, erum rómantísk á okkar hátt. Hvað var fyrsta gjöfin sem þú gafst kærstanum mínum? Ralph Lauren hettupeysa og New Balance skór. Hvað var fysta gjöfin sem hann gaf þér? Utanlandsferð. Kærastinn minn er: Kletturinn minn og skemmtilegasti maður í heiminum Aðsend/Júlíana Dögg Rómantískasti staður á landinu? Það fyrsta sem mér datt í hug er Hvammsvík, það er bara af því að við elskum að fara þangað til að slaka á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ég get ekki valið einhverja eina en það er alltaf ótrúlega fyndið að hlusta á næturnar okkar. Við semsagt tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku af því við tölum bæði mikið í svefni og oftar en ekki erum við í hörku samræðum við hvort annað í svefni, það er mjög fyndið að hlusta á það. Það er líka vinsælt á meðal vina og fjölskyldu að heyra hvað gengur á hjá okkur á nóttunni. Aðsend/Júlíana Dögg Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Betra seint en aldrei. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Förum í roadtrip og hlustum á tónlist eða podcast og gistum á hóteli. Svo finnst okkur líka mjög næs að fara í bíó. Lýstu maka þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, fyndinn og með eindæmum fallegur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Við verðum vonandi búin að eignast tvö börn og að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt og ferðast mikið. Svo eigum við örugglega ennþá virkilega mikilvægar og greinagóðar samræður í svefni. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við tölum mikið saman um hvernig okkur líður og erum dugleg að gera hluti saman. Okkur finnst mikið af sömu afþreyingunum skemmtilegar svo það er auðvelt fyrir okkur að eyða tíma saman og hafa gaman af. Aðsend/Júlíana Dögg Ást er ... Ást er að geta verið alveg maður sjálfur með manneskjunni sem maður elskar, finna einhvern sem dregur fram það besta í okkur og gerir okkur að betri útgáfu af okkur sjálfum. Ást er líka að vita að sama hversu skemmtileg, óvænt eða erfið lífsreynsa verður, þá höfum við einhvern við hliðina á okkur sem er tilbúinn að fylgja okkur jafnvel þegar við sjálf erum ekki alveg viss um hvert við erum að stefna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Fleiri fréttir „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira
Júlíana Dögg og kærastinn hennar Agnar Ingi Rúnarsson voru aðeins þrettán ára gömul þegar ástarblossar kviknuðu á milli þeirra. Unglingaástin varði stutt og segist Júlíana vera viss um að honum hafi þótt hún pirrandi á sínum tíma. Aðsend/Júlíana Dögg Árið 2022 lágu leiðir þeirra saman á ný þegar þau hittust fyrir tilviljun á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. „Ég var svo hissa að hann nennti að tala við mig. Eftir það byrjuðum við svo að hittast. Honum fannst ég víst ekki lengur svona pirrandi! Þannig það má segja að þetta hafi verið frekar löng fæðing en hafðist sem betur fer á endanum,“ segir Júlíana og hlær. Parið flutti nýverið til Lundar í Svíþjóð þar sem Júlíana er í mastersnámi í afbrotafræði og Agnar er málarasveinn í málarameistaranámi. Júlíana situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Aðsend/Júlíana Dögg Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Við erum búin að vera saman í tæplega tvö ár. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Agnar sendi fyrsta skilaboðið og bauð mér á deit, ætli hann fái ekki þann heiður. Fyrsti kossinn ykkar? Fyrsti kossinn var á Samfés ballinu árið 2014, mjög rómantískur unglingasleikur. Hvernig var fyrsta stefnumótið? Fórum á ísrúnt en fengum okkur ekki ís. Hvorugt okkar langaði neitt sérstaklega í ís, vildum bara hittast. Við keyrðum út um allt og spjölluðum. Aðsend/Júlíana Dögg Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Það er mjög mikil vinátta í sambandinu okkar sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég elska að búa með besta vini mínum og takast á við allar heimsins áskoranir með honum. Við höfum mjög svipuð gildi og skoðanir og erum helstu stuðningsmenn hvors annars. Svo erum við bæði algjörir trúðar þannig það er mikil gleði og fíflalæti þegar við erum í gír. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Að fara út hótel úti á landi, borða góðan mat, fara í spa og nudd og horfa á þætti. Svo finnst okkur báðum mjög næs að vera bara heima að slaka á og kúra yfir þáttum saman. Það er fátt betra en gott kósýkvöld. Gott heimakósýstefnumót er ein besta gerðin af stefnumóti. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Ég horfi ekki mikið á myndir en ég held ég segi Mamma mia. Lagið ykkar: Still chose you með The Kid LAROI. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Við erum bæði íþróttafólk. Okkur finnst báðum mjög gaman að ferðast, fara á snjóbretti, hlusta á tónlist og horfa á þætti. Annars er ég búin að vera að reyna að æfa mig í golfi til þess að deila því áhugamáli með Agnari en það gengur alls ekki eins í sögu ef ég á að segja eins og er. Aðsend/Júlíana Dögg Hvort ykkar eldar meira? Það var alltaf ég en eftir að við fluttum til Svíþjóðar höfum við eiginlega alltaf eldað kvöldmatinn saman. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við höfum bara átt eitt sambandsafmæli. Við héldum upp á það og munum líka halda upp á öll sem eftir eru. Eruði rómantísk? Já ég myndi alveg segja það, erum rómantísk á okkar hátt. Hvað var fyrsta gjöfin sem þú gafst kærstanum mínum? Ralph Lauren hettupeysa og New Balance skór. Hvað var fysta gjöfin sem hann gaf þér? Utanlandsferð. Kærastinn minn er: Kletturinn minn og skemmtilegasti maður í heiminum Aðsend/Júlíana Dögg Rómantískasti staður á landinu? Það fyrsta sem mér datt í hug er Hvammsvík, það er bara af því að við elskum að fara þangað til að slaka á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ég get ekki valið einhverja eina en það er alltaf ótrúlega fyndið að hlusta á næturnar okkar. Við semsagt tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku af því við tölum bæði mikið í svefni og oftar en ekki erum við í hörku samræðum við hvort annað í svefni, það er mjög fyndið að hlusta á það. Það er líka vinsælt á meðal vina og fjölskyldu að heyra hvað gengur á hjá okkur á nóttunni. Aðsend/Júlíana Dögg Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Betra seint en aldrei. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Förum í roadtrip og hlustum á tónlist eða podcast og gistum á hóteli. Svo finnst okkur líka mjög næs að fara í bíó. Lýstu maka þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, fyndinn og með eindæmum fallegur Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Við verðum vonandi búin að eignast tvö börn og að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt og ferðast mikið. Svo eigum við örugglega ennþá virkilega mikilvægar og greinagóðar samræður í svefni. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við tölum mikið saman um hvernig okkur líður og erum dugleg að gera hluti saman. Okkur finnst mikið af sömu afþreyingunum skemmtilegar svo það er auðvelt fyrir okkur að eyða tíma saman og hafa gaman af. Aðsend/Júlíana Dögg Ást er ... Ást er að geta verið alveg maður sjálfur með manneskjunni sem maður elskar, finna einhvern sem dregur fram það besta í okkur og gerir okkur að betri útgáfu af okkur sjálfum. Ást er líka að vita að sama hversu skemmtileg, óvænt eða erfið lífsreynsa verður, þá höfum við einhvern við hliðina á okkur sem er tilbúinn að fylgja okkur jafnvel þegar við sjálf erum ekki alveg viss um hvert við erum að stefna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Örlögin leiddu okkur tvö alveg klárlega saman“ Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Fleiri fréttir „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Sjá meira