Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2024 19:13 Skriður féllu víða vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Þessi féll innarlega í Siglufirði, fyrir ofan Hesthúsveg. Jóhann K. Jóhannsson Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu. Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu.
Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent