Sousa hafði nokkra yfirburði og hljóp maraþonið á 02:20:33. Keníumaðurinn Philemon Kemboi varð annar á 02:27:27 og Norðmaðurinn Odd Arne Engesæter kom þriðji í mark á 02:30:49.
Fyrsti Íslendingurinn í karlaflokki var Sigurður Örn Ragnarsson en hann hljóp á 02:37:06. Hann var í 7. sæti í heildina.

Faiciuc vann sigur í kvennaflokki en hún hljóp á 02:46:05. Freya Mary Leman frá Bretlandi varð önnur á 02:23:54 og hin bandaríska Kerry Ann Arouca þriðja á 02:21:46.
Verena Karlsdóttir var fyrst Íslendinganna í kvennaflokki og í 9. sæti í heildina á 02:57:46.