Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 09:22 Enn var unnið að rannsókn á vettvangi snemma í morgun. DPA/Thomas Banneyer Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við. Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við.
Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02