Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 20:02 Elísabet segir hlaðvarpið vera ákveðna framlengingu á bloggi sínu á Trendnet en nú í viðtalsformi. Helgi Ómars „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira