Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 19:16 Þeir Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í fertugasta sinn á morgun. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira