Lewandowski tryggði Börsungum stigin þrjú Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 16:32 Robert Lewandowski tryggði Barcelona þrjú stig í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Robert Lewandowski reyndist hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Börsungar tóku forystuna á 24. mínútu með marki frá ungstyrninu Lamine Yamal áður en Oihan Sancet jafnaði metin fyrir gestina úr vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleikshlé. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski sá hins vegar til þess að Börsungar tóku stigin þrjú mað marki á 75. mínútu. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Barcelona sem nú er með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. Athletic Bilbao er hins vegar aðeins með eitt stig. Spænski boltinn
Robert Lewandowski reyndist hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Börsungar tóku forystuna á 24. mínútu með marki frá ungstyrninu Lamine Yamal áður en Oihan Sancet jafnaði metin fyrir gestina úr vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleikshlé. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski sá hins vegar til þess að Börsungar tóku stigin þrjú mað marki á 75. mínútu. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Barcelona sem nú er með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. Athletic Bilbao er hins vegar aðeins með eitt stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti