Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 07:26 Chris Evert segir alþjóðatennissambandið vera að hylma yfir afbrot Jannik Sinner. getty / espn / fotojet Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann. Tennis Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann.
Tennis Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira