Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:13 Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Flugrekandinn hafði ekki gert það á þeim tímapunkti. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022. Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022.
Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07