Færu sömu leið og Blikar en á gjörólíka endastöð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Viktor Örlygur Andrason og félagar í Víkingi spila afar mikilvæga leiki við Santa Coloma í dag og eftir viku. vísir/Diego Víkingar freista þess í Víkinni í kvöld, og í Andorra eftir viku, að tryggja sér meira en hálfan milljarð króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð við Chelsea og Fiorentina. Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson). Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira
Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson).
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Sjá meira