Færu sömu leið og Blikar en á gjörólíka endastöð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 09:00 Viktor Örlygur Andrason og félagar í Víkingi spila afar mikilvæga leiki við Santa Coloma í dag og eftir viku. vísir/Diego Víkingar freista þess í Víkinni í kvöld, og í Andorra eftir viku, að tryggja sér meira en hálfan milljarð króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð við Chelsea og Fiorentina. Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson). Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Lið Santa Coloma frá Andorra stendur í vegi fyrir Víkingum en liðin mætast í Víkinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo aftur í Andorra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hátt verðlaunafé eins og fjallað hefur verið um. Ef Víkingar vinna einvígið komast þeir í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Breiðablik gerði í fyrra fyrst íslenskra liða, en nú hefur þeirri keppni hins vegar verið gjörbreytt, rétt eins og Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Víkingar munu því mæta sex ólíkum liðum, í nýrri 36 liða deild, en spila samtals þrjá heimaleiki og þrjá útileiki frá október og fram að jólum. Hvernig er nýja fyrirkomulagið? Í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum munu í haust 36 lið spila í einni deild. Þau munu þó ekki öll mætast heldur fær hvert lið að spila við sex ólíka mótherja, og reyna að safna sem flestum stigum. Þann 30. ágúst verður dregið um það hvaða lið mætast og í Sambandsdeildinni verður það þannig að fyrst verður liðunum 36 skipt í sex styrkleikaflokka, eftir stigalista UEFA. Eitt lið í einu verður svo dregið úr skál, fyrst úr efsta flokknum, og tölva mun svo af handahófi velja einn mótherja fyrir hvert lið úr hverjum styrkleikaflokki. Komist Víkingur í keppnina fær liðið því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkanna sex, og mætir þeim ýmist á heima- eða útivelli. Þannig fengi Víkingur eitt lið úr sínum styrkleikaflokki, öfugt við Breiðablik sem aðeins mætti liðum úr efri styrkleikaflokkum. Flokkarnir eru paraðir saman og ef til dæmis Víkingur fengi heimaleik við lið úr 1. flokki, þá myndu Víkingar spila útileik við lið úr 2. flokki. Sama á við um flokka 3 og 4, og 5 og 6. Spilað fram að jólum á Íslandi? Liðin safna svo stigum úr leikjunum sínum sex og geta því mest fengið 18 stig í deildinni. Efstu átta liðin að því loknu komast beint í 16-liða úrslit keppninnar, liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum, en liðin í 25.-32. sæti falla úr keppni. Keppnisdagarnir í deildinni eru fimmtudagarnir 3. og 24. október, 7. og 28. nóvember, og 12. og 19. desember. Það þyrfti svo að koma í ljós hvernig það myndi ríma við veður- og vallaraðstæður hér á landi, ef Víkingar kæmust áfram. Breiðablik gat þó spilað alla sína heimaleiki á Íslandi; tvo á Laugardalsvelli en þann þriðja á Kópavogsvelli eftir að Laugardalsvöllur var metinn óleikhæfur í aðdraganda leiks. Fiorentina og mörg fleiri Íslendingalið Víkingar hafa þó ekki frekar en nokkurt annað lið tryggt sér sæti í aðalkeppninni, en umspilið hófst í fyrradag. Stærstu liðin í umspilinu, og þar af leiðandi mögulegir framtíðarmótherjar Víkings, eru nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, Fiorentina, sem og stjörnum prýtt lið Chelsea, Real Betis og svo Lens eða Panathinaikos með þá Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs. Fleiri Íslendingalið eru í umspilinu; FC Kaupmannahöfn (Orri Steinn og Rúnar Alex), Gent (Andri Lucas Guðjohnsen), FC Noah (Guðmundur Þórarinsson) og Häcken (Valgeir Lunddal Friðriksson).
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira