Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2024 11:31 Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Daníel Hjörvar er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem er skemmtilegast við tískuna er allt. Það er hægt að vera sjúklega væminn og heilsteyptur og tala um hvað það er fallegt að þetta er bara eitthvað sem er algjörlega þitt. Að þú getið tjáð þig með gríðarlega áhrifaríkum hætti án þess að segja eitt einasta orð. Að tjá sig í gegnum tísku er einstaklega persónulegt en samt sem áður ertu með einhvers konar brynju á þér, bæði berskjaldandi og verndandi á sama tíma. Tíska er bara algjörlega það sem þú vilt frá henni. En svo á svona eigingjarnari nótum er mjög gaman að mæta eitthvert og vera í nettasta fittinu sínu og hugsa „Damn…I got this shit on fr“. Daníel segir að tískan sé nákvæmlega það sem þú vilt frá henni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Nýjasta flíkin er alltaf uppáhalds. Ég er eins og lítið barn með nýtt dót þegar ég kaupi mér föt, ég elska ekkert meira en nýjustu flíkina mína. Núna eru það nýju Rick Owens Ramones leðurskórnir mínir. Þar á undan var það LR3 denim settið mitt sem ég keypti fyrir útskriftina mína. En það sem er allra mest í uppáhaldi hlýtur að vera Vetements hauskúpubolurinn minn sem ég keypti árið 2018 í Selfridges, ég átti ekki efni á hádegismat í mánuð en sá hefur þjónað mér vel. Líka shoutout er gráa Adidas Gosha Rubchinskiy sem ég er búinn að týna! Endilega látið mig vita ef þið sjáið hana. Bolinn keypti Daníel 2018 og átti ekki efni á hádegismat lengi á eftir en flíkin er í algjöru uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki. Ég hef ofurtrú á eigin innsæi. Oftast kannski meiri trú en innistæða er fyrir. Ég vil frekar fatta þegar hálfur dagurinn er liðinn að fittið mitt sé hræðilegt frekar en að stressa mig of mikið um morguninn og leggja of mikla hugsun í að velja eitthvað. Slæmu fittin kenna manni alveg jafn mikið og þau góðu ef ekki meira. En ég læri svo sem ekkert alltaf af mistökunum mínum. Meira að segja frekar sjaldan. Daníel hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Fyrst og fremst afslappaður og þægilegur. En samt í gríðarlegri mótsögn. Ég á í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort ég sé preppy eða emo. Ég geng í gegnum alveg svakaleg tímabil þar sem ég tel mig loksins vera búinn að fatta hvað sé málið. Nema svo ári seinna er ég kominn á allt aðra bylgjulengd. Ég er þó löngu hættur að pirra mig á því. Mér finnst mjög mikilvægt að það sé alltaf ákveðin þróun í stílnum og hún er ekki alltaf línuleg, það er í fullkomnu lagi að ganga fram og til baka. En maður á helst að sjá þriggja ára gamlar myndir af sér og hugsa „Shit hvað þessi gaur er asnalegur“. Svo lengi lærir sem lifir. Daníel segir að það sé mikilvægt að persónulegur stíll þróist og að þróunin sé ekki alltaf línulaga.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já eða ég vona það innilega. Það eru ákveðin grunnstef sem breytast ekkert eða lítið í gegnum tíðina. Ég verð alltaf ákveðið hypebeast í mér þannig mér finnst fátt betra en að kaupa mér glænýja rándýra skó. En annars vonast ég til að vera alltaf að gera smávægilegar breytingar á lúkkinu eftir því sem tímanum líður. Ég man a.m.k. að þegar ég var í 8. bekk gekk ég iðulega í vínrauðum Converse, vínrauðum buxum, vínrauðri peysu, og með Justin Bieber greiðslu. Ég geri það ekki lengur og tel það ákveðið þroskamerki, kannski verður það nett einn daginn, tískan fer jú í hringi, en ég held samt ekki. Ég held að tíminn einn og sér breyti því ekki hvernig maður klæðir sig heldur meira breyttar aðstæður og þannig. Ég er núna orðinn fullorðinn lögfræðingur og þarf þá oftar að vera með bindi en áður en ég bara vinkla það inn í minn persónulega stíl. Maður bara aðlagast. Daníel aðlagar sig að aðstæðum en heldur alltaf í sinn kjarna stíl.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já og nei. Ég klæði mig sjaldnast eitthvað voðalega „fínt“ svona í hinum hefðbundna skilningi. En ég hef gríðarlegan áhuga á því að klæða mig ekki í takt við tilefnið. Kannski er það athyglissýki eða bara síðbúin uppreisn eftir of eðlilega æsku en ég elska fátt meira en að mæta á fund í stuttbuxum og flip flops eða jogging buxum fínt út að borða. Af því af hverju er eitthvað fínna en eitthvað annað? Er það ekki smá heimskuleg pæling? Eða kannski bara heimskuleg pæling hjá mér. Lokasvarið er að ég nýt þess ekkert að klæða mig „upp“ ég bara nýt þess að klæða mig. Daníel nýtur þess einfaldlega að klæða sig.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur getur komið hvaðan af að, stundum sé ég eitthvað frægt fólk gera eitthvað nett og ég geri eins og þau, stundum sé ég einhverja netta vini mína gera eitthvað nett og ég vil gera eins og þeir, og stundum sé ég vini mína sem eru ekkert nettir gera eitthvað og ég vil kannski gera eitthvað allt öðruvísi. Oftast laðast ég bara að flottum flíkum og fæ innblásturinn þannig séð frá þeim. Stundum er alls enginn innblástur heldur bara hrein tilraunastarfsemi. Þetta er mjög boring svar og ég væri til í að geta bent á einhvern einn aðila sem hefur áhrif á mig en slíkum er bara ekki að dreifa. Ef ég þyrfti að nefna einhvern þá er ég mjög hrifinn af því hvernig Jude Law klæðir sig. Og svo elska ég allt sem Gvasalia bræður gera. Daníel er óhræddur við tilraunastarfsemi í tískunni og elskar að klæða sig þveröfugt við tilefnið.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Öll bönn eiga það til að eldast illa. Ég gæti sagt alls ekki klæðast skinny jeans en ég man alveg hvernig mér leið 2015 í rifnum Cheap Monday spray on gallabuxum og Yeezy 750 Triple Black. Boðið er bara gerðu það sem lætur þér líða vel svona 85%. En jafnframt láttu þér líða illa svona 15%. Þú átt meira inni en þú heldur. Þú getur alveg púllað nettari fit en þú heldur. Stundum þarf bara að segja „fuck it, lets ball“. Ekki vera með einhvern asnalegan hatt það er kannski flott regla. Daníel glæsilegur í útskrift sinni í LR3 denim setti. Hann er ekki mikið fyrir boð og bönn en segir gott að líða 85% vel og 15% illa í flíkum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þeir sem þekkja mig vita að ég er með mjög lélegt minni. Ég man varla hvað ég gerði í gær. En ég man hvernig mér leið í 6. bekk þegar ég var fyrstur í árganginum til að passa Carhartt buxur í karlastærð. Ætli það sé ekki upphafið á þessu öllu. Ég man að þær voru gráar. Daníel hvetur fólk til þess að hlusta á sjálft sig og gera eitthvað sem er skemmtilegt í tískunni.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gerðu bara eitthvað skemmtilegt. Það eru allt of margir þarna úti að gera eitthvað leiðinlegt. Komdu öðrum á óvart. Komdu sjálfum þér á óvart. Ekki hlusta á mig. Hlustaðu á sjálfan þig. Hér má fylgjast með Daníel Hjörvari á Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Daníel Hjörvar er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem er skemmtilegast við tískuna er allt. Það er hægt að vera sjúklega væminn og heilsteyptur og tala um hvað það er fallegt að þetta er bara eitthvað sem er algjörlega þitt. Að þú getið tjáð þig með gríðarlega áhrifaríkum hætti án þess að segja eitt einasta orð. Að tjá sig í gegnum tísku er einstaklega persónulegt en samt sem áður ertu með einhvers konar brynju á þér, bæði berskjaldandi og verndandi á sama tíma. Tíska er bara algjörlega það sem þú vilt frá henni. En svo á svona eigingjarnari nótum er mjög gaman að mæta eitthvert og vera í nettasta fittinu sínu og hugsa „Damn…I got this shit on fr“. Daníel segir að tískan sé nákvæmlega það sem þú vilt frá henni.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Nýjasta flíkin er alltaf uppáhalds. Ég er eins og lítið barn með nýtt dót þegar ég kaupi mér föt, ég elska ekkert meira en nýjustu flíkina mína. Núna eru það nýju Rick Owens Ramones leðurskórnir mínir. Þar á undan var það LR3 denim settið mitt sem ég keypti fyrir útskriftina mína. En það sem er allra mest í uppáhaldi hlýtur að vera Vetements hauskúpubolurinn minn sem ég keypti árið 2018 í Selfridges, ég átti ekki efni á hádegismat í mánuð en sá hefur þjónað mér vel. Líka shoutout er gráa Adidas Gosha Rubchinskiy sem ég er búinn að týna! Endilega látið mig vita ef þið sjáið hana. Bolinn keypti Daníel 2018 og átti ekki efni á hádegismat lengi á eftir en flíkin er í algjöru uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki. Ég hef ofurtrú á eigin innsæi. Oftast kannski meiri trú en innistæða er fyrir. Ég vil frekar fatta þegar hálfur dagurinn er liðinn að fittið mitt sé hræðilegt frekar en að stressa mig of mikið um morguninn og leggja of mikla hugsun í að velja eitthvað. Slæmu fittin kenna manni alveg jafn mikið og þau góðu ef ekki meira. En ég læri svo sem ekkert alltaf af mistökunum mínum. Meira að segja frekar sjaldan. Daníel hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Fyrst og fremst afslappaður og þægilegur. En samt í gríðarlegri mótsögn. Ég á í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort ég sé preppy eða emo. Ég geng í gegnum alveg svakaleg tímabil þar sem ég tel mig loksins vera búinn að fatta hvað sé málið. Nema svo ári seinna er ég kominn á allt aðra bylgjulengd. Ég er þó löngu hættur að pirra mig á því. Mér finnst mjög mikilvægt að það sé alltaf ákveðin þróun í stílnum og hún er ekki alltaf línuleg, það er í fullkomnu lagi að ganga fram og til baka. En maður á helst að sjá þriggja ára gamlar myndir af sér og hugsa „Shit hvað þessi gaur er asnalegur“. Svo lengi lærir sem lifir. Daníel segir að það sé mikilvægt að persónulegur stíll þróist og að þróunin sé ekki alltaf línulaga.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já eða ég vona það innilega. Það eru ákveðin grunnstef sem breytast ekkert eða lítið í gegnum tíðina. Ég verð alltaf ákveðið hypebeast í mér þannig mér finnst fátt betra en að kaupa mér glænýja rándýra skó. En annars vonast ég til að vera alltaf að gera smávægilegar breytingar á lúkkinu eftir því sem tímanum líður. Ég man a.m.k. að þegar ég var í 8. bekk gekk ég iðulega í vínrauðum Converse, vínrauðum buxum, vínrauðri peysu, og með Justin Bieber greiðslu. Ég geri það ekki lengur og tel það ákveðið þroskamerki, kannski verður það nett einn daginn, tískan fer jú í hringi, en ég held samt ekki. Ég held að tíminn einn og sér breyti því ekki hvernig maður klæðir sig heldur meira breyttar aðstæður og þannig. Ég er núna orðinn fullorðinn lögfræðingur og þarf þá oftar að vera með bindi en áður en ég bara vinkla það inn í minn persónulega stíl. Maður bara aðlagast. Daníel aðlagar sig að aðstæðum en heldur alltaf í sinn kjarna stíl.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já og nei. Ég klæði mig sjaldnast eitthvað voðalega „fínt“ svona í hinum hefðbundna skilningi. En ég hef gríðarlegan áhuga á því að klæða mig ekki í takt við tilefnið. Kannski er það athyglissýki eða bara síðbúin uppreisn eftir of eðlilega æsku en ég elska fátt meira en að mæta á fund í stuttbuxum og flip flops eða jogging buxum fínt út að borða. Af því af hverju er eitthvað fínna en eitthvað annað? Er það ekki smá heimskuleg pæling? Eða kannski bara heimskuleg pæling hjá mér. Lokasvarið er að ég nýt þess ekkert að klæða mig „upp“ ég bara nýt þess að klæða mig. Daníel nýtur þess einfaldlega að klæða sig.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur getur komið hvaðan af að, stundum sé ég eitthvað frægt fólk gera eitthvað nett og ég geri eins og þau, stundum sé ég einhverja netta vini mína gera eitthvað nett og ég vil gera eins og þeir, og stundum sé ég vini mína sem eru ekkert nettir gera eitthvað og ég vil kannski gera eitthvað allt öðruvísi. Oftast laðast ég bara að flottum flíkum og fæ innblásturinn þannig séð frá þeim. Stundum er alls enginn innblástur heldur bara hrein tilraunastarfsemi. Þetta er mjög boring svar og ég væri til í að geta bent á einhvern einn aðila sem hefur áhrif á mig en slíkum er bara ekki að dreifa. Ef ég þyrfti að nefna einhvern þá er ég mjög hrifinn af því hvernig Jude Law klæðir sig. Og svo elska ég allt sem Gvasalia bræður gera. Daníel er óhræddur við tilraunastarfsemi í tískunni og elskar að klæða sig þveröfugt við tilefnið.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Öll bönn eiga það til að eldast illa. Ég gæti sagt alls ekki klæðast skinny jeans en ég man alveg hvernig mér leið 2015 í rifnum Cheap Monday spray on gallabuxum og Yeezy 750 Triple Black. Boðið er bara gerðu það sem lætur þér líða vel svona 85%. En jafnframt láttu þér líða illa svona 15%. Þú átt meira inni en þú heldur. Þú getur alveg púllað nettari fit en þú heldur. Stundum þarf bara að segja „fuck it, lets ball“. Ekki vera með einhvern asnalegan hatt það er kannski flott regla. Daníel glæsilegur í útskrift sinni í LR3 denim setti. Hann er ekki mikið fyrir boð og bönn en segir gott að líða 85% vel og 15% illa í flíkum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þeir sem þekkja mig vita að ég er með mjög lélegt minni. Ég man varla hvað ég gerði í gær. En ég man hvernig mér leið í 6. bekk þegar ég var fyrstur í árganginum til að passa Carhartt buxur í karlastærð. Ætli það sé ekki upphafið á þessu öllu. Ég man að þær voru gráar. Daníel hvetur fólk til þess að hlusta á sjálft sig og gera eitthvað sem er skemmtilegt í tískunni.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gerðu bara eitthvað skemmtilegt. Það eru allt of margir þarna úti að gera eitthvað leiðinlegt. Komdu öðrum á óvart. Komdu sjálfum þér á óvart. Ekki hlusta á mig. Hlustaðu á sjálfan þig. Hér má fylgjast með Daníel Hjörvari á Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira