Sjúkralið og lögregla héldu þegar á staðinn auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi en hinn slasaði var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu. Hún hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Ekki á vegum Landsvirkjunar
Hálslón er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir í samtali við fréttastofu að hinn látni hafi ekki verið starfsmaður Landsvirkjunar eða verktaki á þeirra vegum. Ekki hafi verið tilkynnt um vinnuslys.
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um slysið á meðan unnið sé að því að ná í aðstandendur og aðra hlutaðeigandi.
Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Landsvirkjun og lögreglu.