Telur sig geta bætt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:30 Keely Hodgkinson fagnar hér gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í París. Getty/Adam Pretty Keely Hodgkinson er full sjálfstrausts eftir að hafa unnið gullverðlaun í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira