„Við vorum tilbúnir að þjást“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:38 Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum. Vísir/Anton Brink Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. „Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira